EVRÓPSKA FANGLAMENNTAFÉLAG (EPEA)
Yfirlit
EVRÓPSKA FANGLAMENNTAFÉLAG eru samtök sem mynduð eru af; kennurum í fangelsum, stjórnendum, fangavörðum, rannsakendum og öðru fagfólki sem hefur það markmið að efla og þróa menntun og skylda starfsemi í fangelsum um alla Evrópu í samræmi við tilmæli Evrópuráðsins.
EPEA er viðurkennt af Evrópuráðinu sem frjáls félagasamtök (NGO). Samtökin hafa skuldbundið sig til að vinna með fangelsisyfirvöldum í Evrópu til að ná markmiðum sínum, en eru frjáls og óháð. Auk þess að þjóna markmiðum samtakanna með því að hvetja til stofnunar landsdeilda o.fl., skipuleggur EPEA stóra alþjóðlega ráðstefnu um menntun – og fangelsisfræðslu á tveggja ára fresti.
EPEA hefur fest sig í sessi sem evrópsk rödd menntunar og fræðslu í fangelsum en aðilar að samtökunum koma
frá yfir 40 löndum. Viðurkenning á styrk og mikilvægi samtakanna felst í viðurkenningu þess sem frjáls félagasamtök sem taka þátt í stefnumótun í málaflokknum innan Evrópuráðsins (COE), en samtökin hafa nýlega fengið aðild að og atkvæðisrétt í nýskipaðri tengslnefnd ráðsins.
Námsmarmið
- Hagsmunagæsla
- stefnumótun
- fag- og starfsþróun kennara og leiðbeinenda í fangelsum
- tengslanet
- rannsóknir
Afurð
Höfundar og tilvísanir
EPEA
