QUASAR

Quasar er framleiðslufyrirtæki á Íslandi sem tekur þátt í verkefnum sem tengjast auglýsingum, tónlistarmyndböndum, heimildarmyndum, vefhönnun og kennsluefni. Quasar hefur reynslu af alþjóðlegu samstarfi bæði í kvikmyndageiranum-/framleiðsluiðnaðinum og í starfi sem tengist sjálfboðaliðastarfi í tengslum við endurhæfingu og jafningjastuðnings við fíkla og fanga

SÜDWIND

Südwind hefur unnið að því að þróa fræðslu og stuðla að vitundarvakningu í 40 ár. Með höfuðstöðvar í Vínarborg og 7 svæðisskrifstofur (um það bil 50 starfsmenn) nær stofnunin til hagaðila um allt Austurríki. Südwind byggir á alþjóðlegri þekkingu og færni í þróun á kennslu og fræðslustarfi til að mynda „Global Learning“, auk þess að stuðla að vitundarvakningu í tengslum við ýmsa jaðarhópa og fjölmenningu. Fjölbreytt verkefni Südwind endurspegla margbreytileika samskipta Norðurs-Suðurs í tengslum við menningu, efnahag, umhverfis, pólitík og mannúð.

lyk-z & døtre

Lyk-z & døtre er norskur samfélagsfrumkvöðull sem vinnur að þátttöku og valdeflingu einstaklinga sem standa frammi fyrir hindrunum og andlegum áskorunum. Markhópurinn er oft unglingar í hættu og NEETS. Lyk-z aðferðafræðin FROG er þróuð af Ingeborg Lykseth, stofnanda og forstjóra fyrirtækisins.

CESIE

CESIE eru óhagnaðardrifin frjáls félagasamtök með aðsetur í Palermo (Ítalíu) sem voru stofnuð árið 2001. CESIE skuldbindur sig til að stuðla að samfélagsþróun er kemur að velferð, menningu, menntun og efnhaga bæði í sínu nærumhverfi, innanlands og á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi. CESIE stuðlar að vexti og þróun með virkri þátttöku fólks, borgaralegs samfélags og stofnana og með áherslu á fjölbreytileika.

SOCIAL POLICY & ACTION ORGANIZATION

The Social Policy and Action samtökin eru óhagnaðardrifin og voru stofnuð á Kýpur í ágúst 2014. Meginmarkmið þeirra er að vinna að því að auka lífsgæði borgara og þá sérstaklega viðkvæmra og jafðarsettra hópa, þar á meðal ungs fólks á ýmsum sviðum velferðar og félagsþjónustu.

ATHENS LIFELONG LEARNING INSTITUTE

Athens Lifelong Learning Institute er rannsóknar- og menntastofnun með aðsetur í Aþenu, Grikklandi. Hún hefur það hlutverk að hlúa að og efla nýsköpun á sviði menntunar og símenntunar, þróunar mannauðs, þekkingarsamfélags og inngildingar. Stofnunin leggur mikla áherslu á félagsleg málefni og vinnur gegn jaðarsetningu, útilokun, mismunun og takmörkun mannréttinda og hefur leitast við að koma fram með nýstárlegra lausnir í námi og stuðningi til að draga úr áhrifum slíkra takamarkana.