
UM VERKEFNIÐ
Verkefnið Road2Freedom felur í sér 4 megin afurðir, 5 kynningaviðburði, auk ýmiss konar miðlunar meðal annars 4 fréttabréf, kynning og 3 fundir samstarfsaðila í þátttökulöndunum. Þær 4 meginafurðir sem verkefnið mun skila eru; Aðferðafræði- og aðstæðugreining, myndbönd með jafningjum og föngum sem hafa náð árangri í sinni endurhæfingu auk stuttra heimildamyndar, FROG mark- og leiðbeinendaþjálfun og tilraunakennslu fyrir fanga og fyrrverandi fanga, opið menntaefni og FREEDOM vefsíða og netþjálfun þar sem hægt verður að nálgast aðferðir og verkfæri.
BAKGRUNNUR
Samstarfsaðilar í Road2Freedom verkefninu hafa allir reynslu af því að veita stuðning og bjóða upp á þjálfun, stuðning og fræðslu innan fangelsa og vilja með þátttöku í verkefninu prófa nýjar leiðir í þeim stuðningi og fræðslu með innleiðingu á gagnreyndri aðferð FROG leiðtoga- og lífsleikniþjálfun til að valdefla fanga og fyrrum fanga, stuðla að námi án aðgreiningar og virkri þátttök allra í samfélaginu.
Verkefnið kemur til móts við þarfir fanga og fyrrverandi fanga fyrir farsæla aðlögun að daglegu lífi og starfi, bæði með því að veita þeim sannaða markþjálfun (FROG) aðferðafræði til sjálfsframkvæmdar og valdeflingar.


MARKMIÐ VERKEFNISINS
Markmið verkefnisins er að búa til stuðningsúrræði fyrir fanga og fyrrum fanga eftir að afplánun líkur með FROG markþjálfun og jafningjastuðningi
Verkefnið er liður í að auka framboð á gagnreyndum úrræðum fyrir þennan hóp sem eru til þess fallnar að stuðla að því að þátttakendur rjúfi vítahring glæpastarfsemi og endurtekinna fangelsunar.
MARKHÓPAR
Markhópar verkefnisins eru í fyrsta lagi þeir sem hafa hlotið dóm og í öðru lagi hentar úrræðið fyrir ýmsa jaðarsetta hópa, hagaðila og jafningjastarf.


NIÐURSTÖÐUR VERKEFNISINS
Vegurinn til frelsis verkefnið mun skila 4 verkefnaniðurstöðum, 5 margföldunarviðburðum þar á meðal fjölþjóðlegri lokaráðstefnu, ýmiss konar miðlunarstarfsemi þar á meðal 4 fréttabréf, nokkur almannatengslaverkefni auk 3 fjölþjóðlegra samstarfsfunda.
Þær 4 meginafurðir sem verkefnið mun skila eru; Aðferðafræði- og aðstæðugreining, myndbönd með jafningjum og föngum sem hafa náð árangri í sinni endurhæfingu auk stuttra heimildamyndar, FROG markþjálfunina og leiðbeinendaþjálfun og tilraunakennslu fyrir fanga og fyrrverandi fanga, opið menntaefni og FREEDOM samstarfs og þjálfunarvettvanginn þar sem hægt verður að nálgast aðferðir, verkfæri og tengjast öðrum jafningjum.
EFTIR AÐ VERKEFNI LÝKUR
Lokaniðurstöðum verkefnisins verður viðhaldið eftir að verkefninu lýkur í gegnum samstarfsvettvang leiðbeinenda, jafningja og fagfólks sem hafa tekið þátt í FROG þjálfuninni og vilja leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar verkefnisins.
Með því að virkja hagaðila frá upphafi í verkefninu þá tryggðum við að samstarfsaðilar þekki vel til afurða verkefnisins og treysti því að vandað sé til verka og að haldið verði áfram að þróa úrræðið að verkefninu loknu, þar sem FROG aðferðarfærðin mun verða virðurkenndur hluti af endurhæfingarferli innan fangelsiskerfisins í Evrópu.
