Innan út fangaskiptaáætlun (Menntun og þjálfun)

Yfirlit

Innan út fangaskiptaáætlun er menntaúrræði með nýstárlegri kennslufræðilegri nálgun frá Fíladelfíu sem er sérsniðin til að auðvelda samræður innan inbyrðis ólíkra hópa. Þar taka nemar í almennu háskólanámi og nemar sem stunda háskólanám innan veggja fangelsa saman þátt í námskeiði sem nær yfir heila önn og er skipulagt inni í fangelsi eða aðstöðu því tengdu. Námskeiðið hefur verið skipulagt víða um Bandaríkin og í mörgum löndum frá upphafi þess árið 1997, auk þess að hafa getið af sér ýmis konar annað fræðslustarf og námskeið. Það hefur einnig getið af sér alþjóðlegt samstarfsnet þjálfaðra kennara, nemenda, fræðsluaðila, háskólafólks og starfsmanna í fangelsum, sem og annarra hagaðila , sem vilja taka þátt í að vinna að auknu félagslegu réttlæti.
(Source: https://insideoutcenter.org/about-inside-out.html)

Námsmarmið

Hlutverk Innan út er að skapa tækifæri fyrir fólk innan og utan fangelsis til að upplifa umbreytandi námsupplifun sem leggur áherslu á samvinnu og samræður, bjóða þeim að taka forystu um félagslegt réttlæti.

Höfundar og tilvísanir