Afstaða (Perspective) Hagsmunasamtök fanga og fyrrum fanga á Íslandi
Yfirlit
Meginmarkmið félagsins er að hlúa að tækifærum fyrir fanga með áherslu á ábyrgð og endurhæfingu með það að leiðarljósi að skapa góð skilyrði fyrir farsælli aðlögun að samfélaginu. Samtökin viðurkenna og sinna þörfum ættingja fanga, fjölskyldna, vina og allra sem verða fyrir áhrifum af afplánun fanga. Afstaða hvetur fanga til leggja sitt af mörkum og með því viðhalda von og ná markmiðum sínum bæði innan veggja fangelsisins og eftir að afplánun lýkur. Félagið leggur metnað sinn í að standa fyrir fræðslu og aðstoða fanga eftir því sem kostur er. Jafnframt vinnur félagið að því að upplýsa ýmsa hagaðila og samfélagið um fangelsi, orsakir fangelsisvistar og afleiðingar hennar. Afstaða:
Námsmarmið
- • Veitir upplýsingar til bæði núverandi og fyrrverandi fanga um tiltæk stuðningsúrræði.
- Er talsmaður opinna fangelsa, sérstaklega fyrir fyrstu brotamenn með styttri dóma en 6 ár. Að miða að því að verja þá frá erfiðu umhverfi fangelsa, sem oft stuðlar að glæpsamlegri hegðun í stað endurhæfingar
- Vill auka tækifæri fanga til að stunda menntun utan fangelsisins meðan á afplánun stendur.
- Vill ábyrgjast að fangar hafi aðgengi að félagsráðgjafa til að auðvelda endurhæfingu og farsæla aðlögun að samfélaginu
- Vill styðja við samskipti og fjölskyldubönd á meðan á afplánun stendur með því að skipuleggja helgarheimsóknir og skapa hlýlegt umhverfi fyrir samskipti fjölskyldunnar.
- Vill beita sér fyrir ýmsum hagsmunamálum fanga, þar á meðal rafrænu eftirliti og reynslulausn, til að stuðla að víðtækari og skilvirkari nálgun við endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu.
Afurð
Tímalengd
N/A
Aðrar afurðir
Markmið á íslensku https://www.afstada.is/um-felagid.html
Höfundar og tilvísanir
Afstaða
