Neustart – skilorðsþjónusta Austurríki
Yfirlit
Skilorðsdómar eða reynslulausn eru valkostur við afplánun í fangelsi og getur einnig verið hluti af afplánun og stuðningi við aðlögun að samfélaginu eftir afplánun í fangelsi. Meginmarkmið reynslulausnar er aðstoð. Þessi aðstoð nær til ýmissa þátta svo sem aðstoð við að finna vinnu og húsnæði, auðvelda samskipti við opinbera aðila og síðast en ekki síst, stuðning við samfélagslega aðlögun einstaklingsins. Skilorðsfulltrúar NEUSTART byggja á menntun sinni og starfsreynslu, aðstoða og eru skuldbundnir til að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Eftir sex mánaða tímabil og að lokinni reynslulausn skila þeir skýrslu til viðkomandi dómstóls. Þeirra hlutverk er að veita einstaklingsbundinn stuðning og ráðgjöf til skjólstæðinga sinna og skapa umgjörð fyrir þá til að hefja nýjan kafla í lífi sínu.
Námsmarmið
- Skilja grundvallarregluna um skilorð og reynslulausn sem styðja frekar en að vera með eftirlit.
- Þekkja ólík sjónarhorn þeirrar aðstoðar sem skilorðsþjónusta veitir, þar á meðal aðstoð við húsnæðis- og atvinnuleit, auðvelda samskipti við yfirvöld og stuðning við aðlögun að samfélaginu.
- Skilningur á því að ráðgjafar þurfa að búa yfir sérfræðiþekkingu til að aðstoða einstaklinga í krefjandi aðstæðum.
- Ráðgjafar eru bundnir trúnaði sem tryggir öryggi og öruggt umhverfi fyrir skjólstæðinga.
- Mikilvægi þess að halda utan um árangur með skýrslu til viðkomandi dómstóls eftir sex mánaða reynslulausn eða í lok ráðgjafatímans.
- Viðurkenna hlutverk skilorðsfulltrúa sem persónulega leiðbeinendur sem sérsníða stuðning sinn út frá einstökum þörfum skjólstæðinga sinna.
