Stuðningur við búsetu og aðlögun á Ítalíu

Yfirlit

Á Ítalíu eiga allir fangar að fá sérstakan stuðning undir lok afplánunar, félagasþjónustu og meðferðaráætlun sem miðar að því að mæta einstaklings bundnum þörfum þeirra er kemur að aðlögun og lífi þeirra að samfélaginu eftir afplánun (fjölskylda, atvinna , félagslegt umhverfi). Þetta er gert í samstarfi við staðbundið skilorðseftirlit (UEPE) sem og sjálfboðaliða sem hafa samband við fjölskylduna sem fangi snýr aftur til við lausn og koma sér saman um fullnægjandi stuðning eða inngrip.

Námsmarmið

  • Meginverkefni UEPE er að bjóða upp á endurhæfingu fyrir fanga í tengslum við skilorðsbundna reynslulausn.
  • UEPE vinnur endurhæfingaráætlun sem framkvæmd er í samfélaginu í umsjóna skilorðsfulltrúa.
  • Skilorðsbundna reynslulausn(semi-liberty), þar sem brotamenn geta eytt hluta dagsins utan fangelsis vegna vinnu, menntunar eða annarra athafna sem stuðlar að aðlögun þeirra að samfélaginu að nýju.
  • Hlutverk UEPE í framkvæmd annarra refsiaðgerða eins og skilorsbundinnar reynslulausnar er að hafa eftirlit og stuðla að farsælli aðlögun að samfélaginu.
  • Dómarar geta skipt út refsingum í ákveðinn tíma með öðrum viðurlögum eins og skilorðsbundinni reynslulausn, eftirliti eða sektum.
  • UEPE heldur utan um þjónustu við einstaklinga á reynslulausn sem stuðlar að félagslegri endurhæfingu þeirra.
  • UEPE kemur ekki að ákvörðunarferli dómstóla.
  • UEPE er tengiliður fangelsa og dómstóla við stofnanir samfélagsins með aðkomu fjölskyldna og félagsþjónustunnar.
  • Yfirmenn UEPE fylgjast með og styðja fanga, taka þátt í að þróa endurhæfingaráætlanir, vinna með þverfaglegum teymum og vinna með fjölskyldum fanga í aðlögun þeirra að samfélagin.
  • UEPE veitir sérstaka samfélagsþjónustu fyrir unga afbrotamenn.

Afurð

Tímalengd

N/A

Aðrar afurðir

Höfundar og tilvísanir

Evrópufangelsi