Fangelsiskerfi og búsetuúrræði í Noregi
Yfirlit
Á tíunda áratugnum höfðu Norðmenn áhyggjur af fangeliskerfinu þar sem 70% fanga frömdu aftur glæpi innan tveggja ára eftir að ljúka afplánun. Eftir að umfangsmiklar umbætur voru gerðar á kerfinu hefur það orðið fyrirmynd fyrir önnur lönd. Endurkomutíðni fanga í Noregi hefur farið frá 70% í 20% auk þess sem fangelsin eru öruggari. Þetta var gert með því að dreifa fangelsum um landið og styðja við samskipti og fjöldkyldubönd, fangelsins urðu að samfélagslegum vettvangi og einbeitir sér að endurhæfingu bæði á meðan og eftir að afplánun lýkur. Afbrotafræðingurinn Inger Marie Fridhov segir: "Lykilmarkmiðið er að gera lok afplánunar að fyrirsjáanlegum atburði. Einstaklingur í afplánun er upplýstur um dagsetningu og tíma lausnar sem og hvað bíður hans hvað varðandi húsnæði, atvinnu, fjárhag, menntun og heilbrigðismál. Hlutverk 25 sérþjálfaðra ráðgjafa sem starfar innan fangelsanna, í samstarfi við fangaverði og aðra hagaðila. Hlutverk ráðgjafanna er að koma á nauðsynlegum tengslum við sveitarfélög sem taka ábyrgð á fyrrum fanga frá fyrsta degi eftir afplánun."
Námsmarmið
- Að dreifa fangelsum um landið er skilgreint sem grundvallarforsenda árangurs. Sama á við um þá samfélags- og endurhæfingamiðaða nálgun bæði innan fangelsa og að lokinni afplánun.
- Mikilvægi þess að gera lok afplánunar að fyrirsjáanlegum atburði fyrir fanga
- Viðurkenna þætti sem stuðla að fyrirsjáanleika, upplýsingar um dagsetningu og tíma lausnar, gera föngum grein fyrir að hverju þarf að hyggja við lausn eins og húsnæði, atvinnu, fjármál, menntun og heilsu.
- Gera sér grein fyrir hlutverki ráðgjafa er sinna þeim eftir afplánun
- Mikilvægi þverfaglegs samstarfs ráðgjafa við fangaverði og aðra hagaðila við lok afplánunar.
- Nauðsyn virkra tengsla við sveitarfélög til að tryggja hnökralausa aðlögun eftir afplánun.
- Undirstrika jákvæð áhrif fjölskyldumiðaðra nálgana á endurhæfingu og til að draga úr endurkomu.
Afurð
Tímalengd
Árangurinn byggir þó alltaf á vilja og hvata til að breytast.
Aðrar afurðir
Fyrsta skref bandalag. (2022) What we can learn from Norway’s prison system: Rehabilitation & Recidivism”.
Höfundar og tilvísanir
Kriminalomsorgen
